Myndband: Hannes Halldórs segir frá því hvernig hann snéri lífi sínu við

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir frá skrautlegum knattspyrnuferli sínum í þættinum Ný sýn sem verður sýndur í Sjónvarpi Símans í kvöld. Hann hefur meðal annars þurft að eiga við meiðsli frá unga aldri og ákvað að sinna skemmtanalífinu betur en fótboltanum á árum sínum í Versló.

„Við erum að ná besta árangri landsliðsins frá upphafi og maður er klípandi sig allan daginn, bíddu er þetta að gerast, í alvörunni,“ segir Hannes. Horfðu á brot úr þættinum hér fyrir neðan.

Þættirnir Ný sýn eru framleiddir af Skoti fyrir Símann en í þeim segja þekktir landsmenn frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu. Hugrún Halldórsdóttir stýrir þættinum.

Viðtalið við Hannes verður í Sjónvarpi Símans í kvöld kl. 20:20

Ný Sýn – Hannes Þór Halldórsson

Annað kvöld í Sjónvarpi Símans klukkan 20:20 minnir Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður okkur á að það skiptir máli að njóta augnabliksins. Það er auðvitað hárrétt hjá honum.

Posted by Síminn on Mánudagur, 13. nóvember 2017

Auglýsing

læk

Instagram