Myndband: Söngvari Kriðpleirs lagði áherslu á innlifun og einlægni í flutningi sínum

Söngvari leikhópsins Kriðpleirs varasöng lag Whitney Houston, Run to You, af gríðarlegri innlifun á sviðinu í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Hópurinn háði æsispennandi keppni við leikarana Eddu Björk Eyjólfsdóttur og Gunnar Hansson í varasöng (e. lip sync battle) en viðburðurinn er haldinn af Unicef í tilefni Degi rauða nefsins sem verður á RÚV á föstudaginn.

Myndband: Edda Björg og Gunnar hreyfðu mjaðmirnar af miklum þokka á sviðinu

Kriðpleir lagði greinilega mikla áherslu á innlifun og einlægni í flutningi sínum ásamt því að styðjast við nokkra leikmuni og skraut til að lífga upp á atriðið. Hér má sjá flutning þeirra Eddu Bjargar og Gunnars en þau leyfðu mjöðmunum að njóta sín af mikilli fagmennsku.

Ástralski leikarinn, grínistinn og kabarettskemmtikrafturinn Jonathan Duffy stóð að viðburðinum ásamt Tjarnarbíói. Keppnin er liður í undirbúningi Dags rauða nefsins sem er langstærsti viðburður UNICEF á Íslandi. Átakið nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem landslið leikara, grínista, tónlistarmanna og fjölmiðlafólks býr til ógleymanlegt kvöld og skorar á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.

Auglýsing

læk

Instagram