Myndskeið frá Íslandi óvart notað í hundruð milljóna herferð til að kynna Rhode Island

Myndskeið sem sýnir hjólabrettakappa leika listir sýnar fyrir utan Hörpu var óvart notað í myndband til að kynna bandaríska fylkið Rhode Island. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan. Þetta kemur fram á vef CNN.

Myndbandinu hefur verið kippt úr umferð en því var dreift á vefsíðu fylkisins og á samfélagsmiðlum. Það var hluti af herferð til að kynna nýtt merki og slagorð fylkisins: „Cooler and Warmer“. CNN greinir frá því að herferðin hafi kostað um fimm milljónir dali, eða um 620 milljónir íslenskra króna.

„Ímyndaðu þér stað þar sem þér líður eins og heima hjá þér en er samt svo einstakt að þér leiðist aldrei,“ segir í upphafi myndbandsins og það er einmitt þá sem við sjáum myndskeið frá Reykjavík. Ansi vandræðaleg mistök.

Ferðamálaráð Rhode Island segir að um heiðarleg mistök sé að ræða. Betsy Wall, yfirmaður markaðsmála hjá ferðamálaráðinu, segir að fyrirtækið sem framleiddi myndbandið hafi fengið fyrir skýr fyrirmæli um að nota aðeins myndskeið frá Rhode Island.

IndieWhip, fyrirtækið sem framleiddi myndbandið, hefur lofað að laga það án endurgjalds. „Myndskeiðið sýnir samt hjólabrettakappa frá Rhode Island og það er tekið upp af manni frá Rhode Island,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Auglýsing

læk

Instagram