Teiknarar Simpson-fjölskyldunnar halda að Hallgrímskirkja sé í Keflavík, sjáðu myndbandið

Svo virðist sem teiknarar Simpson-fjölskyldunnar vinsælu telji að Hallgrímskirkja sé í Keflavík. Allavega miðað við nýjasta þáttinn, sem var sýndur vestanhafs í vikunni. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Í þættinum kemur Homer sér í einhver vandræði sem hann hyggst leysa með því að bjóða fjölskyldunni til Frakklands. Hann fer inn á ferðaskrifstofu þar sem plakat af Hallgrímskirkju hangir upp á vegg.

Teiknararnir lögðu á sig að ná kirkjunni mjög vel en þeir virðast hafa ruglast aðeins því undir henni stendur „Keflavík“ stórum stöfum. Mistökin eru þó heiðarleg þar sem flestir ferðamenn sem koma til landsins lenda í Keflavík. Við fyrirgefum þeim þetta.

Auglýsing

læk

Instagram