Þorsteinn fer á kostum í myndböndum Fundar fólksins: „Skoðanir eru eins og rassgöt“

Þorsteinn Guðmundsson fer á kostum í myndböndum til að kynna fund fólksins, sem fer fram í Norræna húsinu 2. og 3. september. Myndböndin er að finna hér en Nútíminn fékk að frumsýna eitt nýtt í spilaranum hér fyrir ofan.

Fundur fólksins er tveggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök verða með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði ásamt því að hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Kynntu þér Fund fólksins hér.

Auglýsing

læk

Instagram