Þráinn Bertelsson á RÚV: Píratar með meira fylgi en nasistar fengu í Þýskalandi

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, hætti á Facebook á dögunum eftir að hafa átt í orðaskaki við Helga Hrafn, þingmann Pírata, og aðra sem styðja flokkinn.

Ástæðan var færsla þar sem Þráinn gagnrýndi og hæddist að hugmyndum verðandi þingmanns Pírata, Ástu Guðrúnar Helgadóttur, um breytingar á löggjöf varðandi klám.

Þráinn gagnrýndi umræðuhefðina á Facebook í viðtali í Morgunútgáfunni á RÚV í morgun. Þá sagði hann að það væri ekki sama hvaðan gagnrýni kemur og að sér hefði brugðið við gagnrýni frá Pírötum.

Mér er enn þá svolítið brugðið yfir því að stjórnmálahreyfing, sem mælist núna með 35% fylgi, sem er meira fylgi heldur en að nasistar fengu í Þýskalandi áður en þeir tóku völdin…

Þarna greip Hallgrímur Thorsteinsson orðið og sagði að nú yrðu allir brjálaðir. Þráinn sagðist þó ekki vera að líkja Pírötum við nasista.

„Það eru mörg fordæmi fyrir því að svona flokkur geti náð völdum. Þessi flokkur boðar opna umræðu. Hann boðar fyrst og fremst tjáningarfrelsi,“ sagði hann og gagnrýndi meðal annars Helga Hrafn fyrir að tala niður til sín „úr mikilli hæð.“

Hlustaðu á brot úr viðtalinu hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram