Viðtal Sindra við Töru leggur internetið á hliðina: „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt“

Brot úr viðtali Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formanns Samtaka um líkamsvirðingu, ferðast nú eins og eldur í sinu um netheima.

Tara Margrét var mætt til að ræða grasrótarhátíðina Truflandi tilvist sem var haldin um helgina.  Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman.

Í brotinu sem vakti athygli internetsins sagði Tara Sindra vera í forréttindastöðu. „Þú þarft að upplifa það að vera í jaðarhópi til að skilja þetta,“ sagði hún.

Sindri greip þá orðið á lofti og spurði hvort hún vissi hvað hann er í mörgum minnihlutahópum. „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Ísland, ég er giftur útlendingi – eða hálfum útlendingi – þannig að við skulum ekki fara þangað.“

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan — umrætt brot hefst á 7:08

Auglýsing

læk

Instagram