Viðtalið við Guðjón Val eftir tapið gegn Serbum var … sérstakt: „Þetta er sportið maður — ótrúlega gaman!“

Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í furðulega góðum gír eftir tapið gegn Serbum á EM í handbolta. Tapið þýddi að Íslendingar þurftu að treysta á að Króatar myndu sigra Svíþjóð í kvöld. Það gerðist hins vegar ekki Ísland situr eftir með sárt ennið.

Guðjón var ansi sérstöku viðtali á vef RÚV eftir leikinn og spurður um fyrstu viðbrögð við úrslitunum sagði hann kátur: „Alltaf skal þetta enda svona, maður. Ha!? […] Þetta er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman.“

Sjá einnig: Svona heldur Guðjón Valur sér í geggjuðu formi, gæti orðið elsti markakóngur þýsku deildarinnar

Guðjón var þá spurður út í spennuna sem liðið bauð upp á með tapinu en það þýddi að framhald mótsins var ekki í höndum Íslands heldur Króata. „Við vonum það besta, að Króatarnir vinni og þá er eins og þetta hafi aldrei gerst.“

Guðjóni fannst leikurinn gegn Serbum ofsalega skemmtilegur og fannst liðið spila ágætlega. Hann taldi upp ýmisleg sem hefði getað farið betur. „En eins og ég sagði: Þetta skal alltaf vera svona. Þetta er sportið maður! Ótrúlega gaman!“

Smelltu hér til að horfa á viðtalið á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram