today-is-a-good-day

Virkir í athugasemdum fengu á baukinn á RÚV: „Þeir eru að skemma internetið“

Virkir í athugasemdum fengu á baukinn þegar Atli Fannar, ritstjóri Nútímans, fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi. Þetta var lokaþátturinn í vetur. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Það vakti talsverða athygli í vikunni þegar skemmtikrafturinn Sóli Hólm tjáði sig um vandræði sín á Keflavíkurflugvelli á Vísi. Hann hafði setið fastur í flugvél á vellinum í tvo klukkutíma en ekki var hægt að hleypa fólki út vegna veðurs.

Virkir í athugasemdum létu Sóla heyra það í kommentakerfinu og afskrifuðu það sem hann hafði að segja sem væl. Atli Fannar benti á í innslagi sínu að þau sem starfa við að flytja fréttir og taka viðtöl við fólk viti að þessi hegðun, að rakka niður viðmælendur fjölmiðla á internetinu, sé byrjuð að hafa þau áhrif að sumt fólk nennir ekki eða þorir ekki að tjá sig opinberlega.

„Það má því segja að virkir í athugasemdum séu ekki aðeins að skemma eigin mannorð — þeir eru að skemma internetið,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram