Örskýring: Af hverju er svona merkilegt að Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson gangi til liðs við Viðreisn?

Um hvað snýst málið?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynnti á Twitter í gær að þau Þorsteinn Pálsson hefðu gengið til liðs við stjórnmálaflokkinn Viðreisn. Þorgerður ætlar í framboð fyrir flokkinn.

Þorgerður og Þorsteinn hafa bæði verið í Sjálfstæðisflokknum um árabil og gegnt þar ábyrgðarhlutverkum. Hún var varaformaður og menntamálaráðherra og hann formaður og forsætisráðherra.

Hvað er búið að gerast?

Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ, sagði í samtali við mbl.is að ákvörðun þeirra væri að sumu leyti áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hún sagði augljóst að óánægja þeirra Þorgerðar og Þorsteins með ákvörðunina um að slíta aðildarviðræðum um ESB hafi ýtt undir þessa ákvörðun.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að ákvörðunin kæmi honum á óvart. Sagði hann að Viðreisn hefði orðið til um hugsjónina um að ganga í ESB og það þykji honum tímaskekkja.

Í viðtali við Kastljós í gærkvöldi greindi Þorgerður frá því að Bjarni hefði hvatt hana til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og að hún myndi taka annað sæti á lista í Suðvesturkjördæmi.

Hvað gerist næst?

Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að flokkurinn stefndi að því að birta framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 29. október í lok þessarar viku.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram