Örskýring: Hvað lögðu formenn flokkanna sjö til á fundi þeirra með forseta Íslands á Bessastöðum?

Um hvað snýst málið?

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði formenn þeirra flokka sem fengu menn kjörna í alþingiskosningunum á laugardaginn á fund sinn á Bessastöðum í dag.

Hefðin er sú að forseti kanni viðhorf formannanna til málefna og annarra flokka svo hann geti metið hverjum fyrst eigi að fela umboð til myndun ríkisstjórnar.

Hvað er búið að gerast?

Formennirnir komu einn af öðrum til fundar við Guðna í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði forsetanum að hann teldi að flokkurinn gæti verið kjölfestan í nýrri þriggja, eða eftir atvikum, fjögurra flokka ríkisstjórn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði forsetanum að flokkurinn væri tilbúinn til þess að taka þátt og jafnvel leiða fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri.

Þingmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson og Smári McCarthy, lögðu til við forseta að mynduð verði minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem studd verði af Pírötum og Samfylkingunni. Þau lögðu einnig til að Píratar ættu ekki ráðherra í þeirri ríkisstjórn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við forseta að flokkurinn væri tilbúinn að taka þátt í myndun næstu ríkisstjórnar.

Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði forsetanum að flokkurinn vildi leiða stjórnarsamstarf með stjórnarmyndun .

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lagði til við forseta að Benedikt yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði við forseta að hún ætlaði að segja af sér sem formaður flokksins. Hún sagði að Samfylkingin yrði ekki í næstu ríkisstjórn.

Hvað gerist næst?

Forseti tekur ákvörðun um hverjum verði veitt umboð til myndun ríkisstjórnar.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram