Auglýsing

Örskýring: Hvað sagði Donald Trump og af hverju er hann í vandræðum?

Um hvað snýst málið?

Vefur dagblaðsins The Washington Post birti tíu ára gamla upptöku þar sem Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, heyrist lýsa því hvernig hann reyndi að stunda kynlíf með giftri konu. Hann sagðist laðast að fögrum konum og að hann reyni að kyssa þær fyrirvaralaust.

Þá segist hann komast upp með allt vegna frægðar sinnar — meðal annars að grípa konur í píkurnar.

https://www.youtube.com/watch?v=rKB92ohXn20

Hvað er búið að gerast? 

Trump sagði í kjölfarið í yfirlýsingu að ummælin endurspegli ekki þann mann sem hann hefur að geyma í dag. Hann baðst afsökunar ef orð hans hefðu sært einhvern.

Hann er engu að síður í vandræðum. Fjöldi málsmetandi Repúblíkana vilja að Donald Trump dragi sig í hlé og að Mike Pence, varaforsetaefni flokksins taki við. Trump segist sjálfur aldrei ætla að gefast upp.

Arnold Schwarzenegger segist í fyrsta skipti ekki ætla að kjósa flokkinn, Robert Deniro segist í myndbandi vilja kýla Trump, Mike Pence segir ummælin óverjanleg og Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Repúblikanaflokksins segir að Trump sé ekki lengur velkominn í fjáröflunarkvöldverð Repúblíkana í Wisconsin.

Hvað gerist næst?

Bill Pruitt, einn af framleiðendum raunveruleikaþáttanna The Apprentice, sagði á Twitter að það séu til miklu verri upptökur af Trump. Hann gaf í skyn að upptökurnar úr Access Hollywood séu aðeins byrjunin.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing