Örskýring: Hver er eiginlega þessi Arnar Freyr sem sló í gegn í leik Íslands við Spán?

Um hvað snýst málið?

Tvítugi línumaðurinn Arnar Freyr Arnarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Spáni á HM og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Hvað er búið að gerast?

Arnar Freyr var valinn í 16 manna leikhóp Íslands fyrir HM í handbolta sem hófst á miðvikudaginn.

Hann er á samningi hjá IFK Kristianstand í Svíþjóð en lék áður með Fram.

Geir Sveinsson, þjálfari Íslands, sendi Arnar Frey inn á völlinn á tíundu mínútu leiksins. Hann var 32 sekúndur að skora fyrsta markið sitt.

Athygli vakti að að í hvert skipti sem Arnar Freyr skoraði mark í gær, fjórum sinnum í heildina, benti hann á ákveðinn stað upp í stúku. Hann sagðist í viðtali hafa verið að benda til pabba síns.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði að Arnar Freyr hefði sýnt að hann yrði á línunni í leikjum landsliðsins næstu fimmtán árin. Sagði hann einnig að Ísland hefði eignast nýjan „Rússajeppa.“

Hvað gerist næst?

Ísland mætir Slóveníu á morgun, laugardaginn 14. janúar og hefst leikurinn kl. 13.45.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram