Lil Nas X flytur lagið „Old Town Road“ hjá Desus & Mero

Fyrir stuttu var bandaríski tónlistarmaðurinn Lil Nas X gestur sjónvarpsseríunnar Desus and Mero þar sem hann ræddi meðal annars vinsældir lagsins Old Town Road (sjá hér að ofan)Lagið situr um þessar mundir í 6. sæti vinsælustu laga Spotify á heimsvísu og er endurhljóðblandaða útgáfa lagsins í 2. sæti listans. Gerði hann þó gott betur en það, að ræða lagið—og flutti það fyrir áhorfendur sem fylgdust með á veitingastaðnum Hometown Bar-B-Que í Brooklyn, New York. 

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-news/watch-lil-nas-x-perform-old-town-town-desus-mero-832280/

Þá tók Lil Nas X einnig þátt í leiknum Country or Nah (Er þetta kántrí eður ei?), þar sem rapparinn var beðinn um að skera úr um hvort að tiltekið fyrirbæri væri kántrí eður ei. Meðal þeirra fyrirbæra sem menn geta, með góðri samvisku, skilgreint sem kántrí,samkvæmt Lil Nas X, eru sterkar sósur („hot sauce“), hey og lög sem kveða á um rétt borgara til þess að ganga með skammbyssur á opinberum vettvangi. 

Auglýsing

læk

Instagram