Bjóða landsmönnum í leikhús

Þjóðleikhúsið og RÚV bjóða landsmönnum til leikhúsveislu og sýna vinsælar leiksýningar í sjónvarpi.

Þar sem Þjóðleikhúsið þarf að fella niður sýningar vegna samkomubanns hefur verið ákveðið að bjóða til leikhúsveislu heima í stofu. Um leið er 70 ára stórafmæli leikhússins fagnað með endursýningum á mikilvægum sýningum úr sögu leikhússins.

Næstu vikurnar verða leiksýningar sýndar á RÚV2 á laugardags og sunnudagskvöldum. Sýningarnar verða svo endursýndar á aðalrás RÚV og aðgengilegar áfram á vefnum í spilara RÚV.is.

Dagskrá leikhússveislunnar:

  • Lau. 4. apríl kl. 19:30: Í hjarta Hróa hattar
  • Sun. 5. apríl  kl. 19:30: Hart í bak
  • Fim. 9. apríl, skírdagur, kl. 14:00: Kuggur og leikhúsvélin
  • Fös. 10. apríl, föstudagurinn langi, kl. 14:00: Litla skrímslið og stóra skrímslið
  • Lau. 11. apríl kl. 19:30: Grandavegur 7
  • Sun. 12. apríl, páskadagur, kl. 19:30: Þrek og tár
  • Lau. 18. apríl kl. 19:30: Með fulla vasa af grjóti
  • Sun. 19. apríl, kl. 19:30: Græna landið
  • Fim. 23. apríl, sumardagurinn fyrsti, kl. 16:00: Sjálfstætt fólk - Bjartur, Landnámsmaður Íslands
  • Fim. 23. apríl, sumardagurinn fyrsti, kl. 19:30: Sjálfstætt fólk - Ásta Sóllilja, Lífsblómið
  • Lau. 25. apríl kl. 19:30: Englar alheimsins
  • Sun. 26. apríl kl. 19:30: Íslandsklukkan

Þetta kemur fram á vef RÚV

Auglýsing

læk

Instagram