Salka Sól og Sóli Hólm slógu í gegn í fyrsta Eftirhermuhjóli Íslandssögunnar

Salka Sól Eyfeld og Sóli Hólm fóru á kostum í nýjum lið í Föstudagsþætti Gumma Ben á Stöð 2 í gær. Sóli og Salka spreyttu sig í eftirhermuhjólinu og stóðu sig frábærlega. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Eftirhermuhjólið virkar þannig að þátttakendur fá upp flytjanda og lag sem þau þurfa að herma eftir. Sóli byrjaði til að mynda á því að syngja lagið Einn dans við mig, sem rapparinn, og eiginmaður Sölku, Arnar Freyr. Salka Sól tók lagið Þú og ég og jól sem Svala Björgvins.

Þá spreytti Sóli sig einnig sem söngvarinn Daði Freyr. Salka Sól endaði þetta svo með alvöru bombu þegar hún tók lagið um það sem er bannað sem Eivör Pálsdóttir.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram