today-is-a-good-day

Alexander og Aron voru hressir eftir sigurinn í dag

Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag.

„Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti hann við.

Aðspurður hvort vörnin hafi verið eins og í Peking, svaraði Alexander:

„Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram.

„Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons.

Sjáðu viðtalið við þá félaga hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram