„Fólk sem hefur ein­kenni sjúk­dómsins á ekki að koma á heilsu­gæsluna“

Landspítalinn og heilsugæslan hafa gefið út leiðbeiningar fyrir almenning og ferðamenn vegna kórónaveirunnar sem breiðir nú hratt úr sér.

„Fólk sem hefur ein­kenni sjúk­dómsins á ekki að koma á heilsu­gæsluna eða bráða­mót­töku beint heldur hringja og fá ráð­leggingar. Helstu ein­kenni eru hiti, hósti, bein­verkir og öndunar­erfið­leikar,“ segir í frétt á heima­síðu heilsu­gæslunnar. Þá er fólki ráð­lagt að huga vel að hand­þvotti, með hand­þvotti og sápu.

Þá hefur Landspítalinn einnig gefið út leið­beiningar um hvernig best sé að forðast smit.

„Kóróna­veiran Novel (2019-nCoV) hagar sér sumpartinn eins og inflúensa, ein­kennin eru svipuð og smit­leiðir eru á­þekkar. Hand­hreinsun, hrein­læti kringum öndunar­vegi og örugg með­höndlun fæðu eru lykil­at­riði í þessum efnum,“ segir í færslu á Face­book-síðu Land­spítalans.

Leið­beiningarnar eru eftir­farandi:

  • Hreinsið hendur oft og reglu­lega og notið heitt vatn og sápu á­samt hand­spritti, ef kostur er.
  • Hóstið og hnerrið í kreppta oln­boga eða pappír í lófa (hand­þurrkur eða klósett­pappír) og hendið pappírnum strax að notkun lokinni.
  • Munið að snerti­smit berst auð­veld­lega um sam­eigin­lega snerti­fleti á al­manna­færi, til dæmis greiðslu­posa, hand­föng, hand­rið, hurðar­húna, lyftu­hnappa og snerti­skjái.
  • Reynið að komast hjá því að snerta eigin augu, nef og munn með ó­hreinum fingrum þar sem snerti­smit berst auð­veld­lega gegnum slím­húð.
  • Forðist náið sam­neyti við fólk með hita eða hósta og aug­ljós flensu­ein­kenni.
  • Ef þið eruð með hita, hósta og örðug­leika við öndun leitið þá læknis­hjálpar þegar í stað og hafið með­ferðis ferða­sögu ykkar.
  • Munið að hringja á við­komandi heil­brigðis­stofnun eða í síma­númerið 1700 (Ís­land) áður en þið mætið á svæðið svo hægt sé að gera ráð­stafanir til að forðast smit.
  • Forðist alla ó­varða snertingu við villt dýr og hús­dýr og yfir­borð á mörkuðum á þeim land­svæðum sem eru núna að fást við kóróna­veiruna Novel. Þetta á einkum við Kína í augna­blikinu (30. janúar) þar sem Novel hefur náð mestri út­breiðslu.
  • Á ferða­lögum er­lendis ættu Ís­lendingar að forðast hráar eða lítið eldaðar dýra­af­urðir. Einkum þarf að gæta var­úðar kringum hrátt kjöt, mjólk og inn­yfli dýra. Mikil­vægt er að gæta ítrustu var­úðar við elda­mennsku. Þetta á sömu­leiðis aðal­lega við Kína.

Auglýsing

læk

Instagram