Þurftu að grafa sig í fönn og bíða eftir aðstoð

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi og í Árnessýslu voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld til aðstoðar 4o manna hóp sem var í vélsleðaferð við Langjökul. Blind­byl­ur gekk yfir svo hóp­ur­inn þurfti að grafa sig í fönn og bíða eft­ir aðstoð.

Davíð Már Björns­son, upp­lýsinga­full­trúi Lands­bjargar, sagði í sam­tali við Fréttablaðið að björgunar­sveitir teldu sig vita með nokkurri vissu hvar fólkið væri statt, en það er talið vera við fjallið Skálpa­nes við rætur Lang­jökuls. Vonast var til að fyrstu hópar yrðu komnir á staðinn fyrir tíu í kvöld og sagði Davíð að ef allt gengi vel ætti fólkið að vera komið niður í byggð í kringum mið­nætti. Það velti þó á því hversu vel það muni ganga að komast seinustu kíló­metrana að fólkinu.

Enginn er talinn slasaður í hópnum.

Auglýsing

læk

Instagram