70% Austurlendinga vilja ekki bjór í búðir

Í könnun maskínu sem var tekin um mánaðarmótin október-nóvember kemur í ljós aukin stuðningur við að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Íslendingar eru hlynntari bjór og léttvínssölu í matvöruverslanir í miðað við seinustu ár samkvæmt Þjóðgátt Maskínu.

Mynd úr skýrslu Maskínu

 

Borgarbúar vilja bjór í búðir

Ef skoðuð er afstaða á milli landshluta er eftirtektarvert að á meðan helmingur höfuðborgarbúa eru hlynntur áfengi í verslunir þá á það einungis við einn af hverjum tíu á austurlandi. Sem fyrr eru þeir yngri hlynntari að fá bjór í búðir og andstaðan mest á meðal þeirra elstu.

Mynd fengin úr skýrslu Maskínu. Undirstrikun er blaðamanns.

 

Framsóknarfólk mest á móti

Þegar rýnt er í stjórnmálaskoðanir sést að framsóknarfólk er mest á móti áfengi í matvöruverslanir, á eftir þeim fylgja Vinstri Grænir. Viðreisnarfólk virðist mest fylgjandi bjór og léttvíni í búðir ásamt Pírötum.

Mynd fengin úr skýrslu Maskínu. Undirstrikun er blaðamans.

 

Fólk í sambúð vill frekar leyfa búðarbjór ef það er barnlaust

Úr skýrslunni má einnig meðal annars lesa að :

Fleiri Íslendingar eru hlynntir sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum nú en í fyrra, en hlutfallið hefur hækkað um 5-6 prósentustig á milli ára og er nú 37-38%.

[…]eldri hópar eru aðeins hlynntari sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum en í fyrra.

[…]þeir sem eru í sambúð með engin börn eru hlynntari en þeir sem eru á heimili þar sem börn búa og þeir sem búa einir.

Skýrslan.

Auglýsing

læk

Instagram