Aðstandendur Einars Darra gefa út myndband: #egabaraeittlif fræðir ungt fólk um hættur róandi og ávanabindnandi lyfja

Auglýsing

Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja en hann var aðeins 18 ára. Í kjölfar andláts hans stofnuðu aðstandendur Minningarsjóð Einars Darra sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Nýlega hrintu aðstandendur af stað forvarnarverkefninu Ég á bara eitt líf  sem mun ganga út á að fræða ungt fólk um hætturnar sem fylgja notkun róandi og ávanabindnandi lyfja. Nú er komið út myndbandið #egabaraeittlif sem er fyrsti hluti forvarnarverkefnisins og má sjá hér að neðan. Fréttablaðið greinir frá.

„Við öll misstum Einar Darra og fullt af fleira fólki,“ segir í myndbandinu en þar tala meðal annars foreldrar, systkini og vinir Einars Darra.

Ástvinir Einars Darra hafa einnig látið útbúa armband sem á að minna ungmenni á hversu dýrmætt lífið er. Armbandinu verður til að byrja með dreift á bæjarhátíðinni Írskum Dögum á Akranesi um helgina.

Auglýsing

Aðstandendur binda von við að armbandið minni ungt fólk á hættu þess að neyta róandi lyfja og verkjalyfja og hversu dýrmætt líf þeirra er.

#egabaraeittlif

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram