Æstir aðdáendur tóku á móti Justin Bieber, reyndi að klifra yfir grindverk á Reykjavíkurflugvelli

Æstir aðdáendur tóku á móti kanadísku poppstjörnunni Justin Bieber, sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Tugir aðdáaenda voru saman komnir þegar einkaþota popparans lenti.

Nokkrar stúlkur gerðu sig líklegar til að klifra yfir grindverkið á Reykjavíkurflugvelli til að komast að þyrlu sem átti að fljúga með Bieber á brott. Ein var nánast komin yfir grindverkið þegar starfsmaður flugvallarins sá hana og hún hætti við.

Vísir.is var með beina útsendingu frá komu Bieber til landsins og blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af stúlkunni án árangurs. Tónleikar Justins Bieber fara fram í Kórnum í Kópavogi á fimmtudag og föstudag. Búist er að við að tæplega 38 þúsund manns mæti á tónleika.

Auglýsing

læk

Instagram