Kenna íslendingum að vera fyndnir:„Grínið skrifar sig nánast sjálft!“

Auglýsing

The Secret Cellar er fyrsti og eini uppistandsklúbburinn á landinu. Nú hafa aðstandendur staðarins ákveðið að bjóða upp á sérstök námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á uppistandi og vill bæta sig.

York Underwood sem er sýningarstjóri í The Secret Cellar segist vona að námskeiðið verði til þess að fleiri reyni að spreyta sig í uppistandi.

„Ég kenni námskeiðið með Bjarna töframanni Baldvinssyni. Námskeiðinu er ekki bara ætlað að kenna þátttakendum að vera fyndnari, heldur líka að auka sjálfsöryggi þeirra og hæfni til að koma fram opinberlega. Svo er líka alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Á fyrsta námskeiðinu er um helmingur þátttakenda Íslendingar og helmingur innflytjendur. Meira en helmingur er kvenkyns sem kemur ekki á óvart. Karlmenn halda að þeir viti og kunni allt nú þegar,“ segir York glettinn.

Aðspurður að því hvort honum finnist íslendigar fyndnir svarar hann:

Auglýsing

„Þið verðið smá að vera það. Þetta er lítið samfélag. Hér er kalt og mikið myrkur. Íslendingar nota mest af þunglyndislyfjum á alheimsvísu og allir tala sama leynilega tungumálið. Svo virðist skorta þjónustulundina og kurteisina í genin hjá sumum. Í landi þar sem efnahagurinn treystir svona mikið á túrisma er það mjög fyndin blanda, grínið skrifar sig nánast sjálft!“

Uppselt er á fyrsta námskeiðið en boðið verður upp á annað í byrjun nóvember. Hægt er að skrá þátttöku sína í næsta námskeið með því að senda póst á tölvupóstfangið [email protected]

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram