Baltasar hafnar fullt af tilboðum í hverri viku

Leikstjórinn Baltasar Kormákur fær fleiri tilboð um að taka að sér kvikmyndaverkefni en hann getur komist yfir. Hann hafnar fjölda tilboða í hverri viku. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Hrikalega krúttlegt atriði úr Fúsa

Baltasar verður heiðraður á CinemaCon-hátíðinni í Las Vegas í lok apríl sem alþjóðlegi kvikmyndagerðarmaður ársins. Sýnishorn úr Everest, nýjustu kvikmynd Baltasars, verður frumsýnt á hátíðinni en myndin sjálf verður frumsýnd í september.

Í Fréttablaðinu segir Baltasar að það ánægjulegasta við velgengni sína sé að hún geri honum kleift að gera svo margt á Íslandi.

Ég fæ nú þegar fleiri tilboð en ég get komist yfir og hafna fjöldanum öllum í hverri viku. Ég get ekkert nefnt hvaða myndir það eru en einhverjar þeirra eru hundraða milljóna dollara myndir.

Baltasar er með mörg járn í eldinum en ætlar að hvíla sig þegar vinnan við Everest klárast.

Hann er að framleiða þættina Ófærð og leikstýrir tveimur þáttum sjálfum. Þá framleiðir hann Fúsa, nýjustu mynd Dags Kára sem verður frumsýnd á föstudaginn ásamt því að vinna að spennutryllinum The Oath.

Auglýsing

læk

Instagram