Beckham skellti sér í laxveiði: „Þeir duttu kannski úr leik á HM en ég elska Ísland”

Auglýsing

Eins og við greindum frá í vikunni þá er fyrrum knattspyrnumaðurinn David Beckham staddur á Íslandi. Beckham fór í dag í veiðiferð í  Norðurá í Borgarfirði ásamt fjárfestinum Björgólfi Thor og kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.

Sjá einnig: David Beckham á Íslandi

Beckham sýndi frá ferðinni á Instagram síðu sinni og sagðist elska Ísland. Beckham og Björgólfur eru góðir félagar en þeir kynntust þegar börn þeirra gengu í sama skóla. Veiðin virtist ganga vel og voru þeir félagar í góðu yfirlæti, Beckham gæddi sér meðal annars á girnilegum kokteil.

„Þeir eru kannski dottnir úr heimsmeistarakeppninni en andskotinn hafi það ég elska Ísland,” skrifaði Beckham við eina myndina sem hann birti.

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta skipti sen Beckham heimsækir Ísland en hann kom hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni sumarið 2016.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir úr veiðinni

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram