Bjóða brunnið hús á Seltjarnarnesi til sölu á 53,5 milljónir, skemmdist mikið í bruna í ágúst

Fasteignasalan Gimli auglýsir brunnið 182,9 fermetra hús að Melabraut 12 á Seltjarnarnesi til sölu á 53,5 milljónir.

Húsið skemmdist mikið í bruna í ágúst og þarf líklega að gera það mikið upp ef það á að vera íbúðarhæft ef marka má myndirnar sem fylgja auglýsingunni. Sót er á öllum veggjum, spýtur negldar fyrir glugga og timbur sviðið.

Kristján Snædal og sonur hans misstu allt innbúið sitt þegar húsið brann ásamt því að hundurinn þeirra drapst í eldinum.

Hann fékk ekki bætur þar sem hann og eiginkona hans, sem lést í júlí á þessu ári, höfðu misst húsið á nauðungaruppboði í apríl.

Í fasteignaauglýsingum er venjulega að finna nokkuð ítarlega lýsingu á eigninni, herbergjum, gólfefni og öðru sem kann að lokka viðskiptavini að. Í auglýsingunni frá Gimli er meiri áhersla lögð á lóðina sem er 811 fermetri.

Auglýsing

læk

Instagram