Björn Ingi og félagar taka við Birtíngi síðar í vikunni: „Séð og heyrt snýr aftur“

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við kaup Pressunnar á útgáfufélaginu Birtíngi sem gefur meðal annars út Gestgjafann, Vikuna og Séð og heyrt. Pressan ehf. keypti Birtíng í nóvember en félagið er í meirihlutaeigu Björns Inga Hrafnssonar og viðskiptafélaga hans.

Séð & heyrt hefur verið útgáfuhléi undanfarið en í samtali við Nútímann segir Björn Ingi að því ljúki brátt. „Séð og heyrt snýr aftur,“ segir hann. Spurður hvort nýr ritstjóri verði við stjórnvölinn segir Björn Ingi að það komi allt í ljós. „Við ætlum fyrst að fá að taka formlega við félaginu.“

Björn Ingi og félagar taka við Birtíngi síðar í vikunni.

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir sagðist í viðtali í Brennslunni á FM957 á dögunum ekki vita hvort hún myndi halda áfram hjá blaðinu ef kaup Pressunnar myndu ganga í gegn. „Ykkur að segja, þá er kannski ýmislegt í pípunum hjá mér,“ sagði hún.

Auglýsing

læk

Instagram