Bubbi segist nokkrum sinnum hafa orðið vitni að nauðgunum, sat inni fyrir að berja nauðgara

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segist í færslu á Facebook-síðu sinni nokkrum sinnum hafa orðið vitni að nauðgunum. Hann segir nýja kynslóð fólks neita að samþykkja þöggun og að kynferðisofbeldi sé eðlilegur fórnakostnaður útihátíða.

„Ég hef nokkrum sinnum um ævina séð nauðgun með berum augum — í fyrsta skipti í Alþýðukjallaranum 1980,“ segir Bubbi og bætir við að Utangarðsmenn hafi verið að spila.

Ég náði kauða skömmu seinna og sat inni um nóttina fyrir líkamárás. Ég var auðvitað ekki í neinum rétti að berja hann það illa að hann fór á spítala.

Hann segist aftur að orðið vitni að nauðgun í Húnaveri. „Ég náði kauða líka þá en barði hann ekki. Hann hafði dregið drukkna stelpu bakvið rútuna okkar. Löggan tók hann,“ segir Bubbi.

Hann lýsir svo tveimur skiptum í viðbót og segist einnig hafa orðið vitni að hlutum í verbúðum á árunum 1974 til 1979 sem fylgja honum alla tíð.

„Í dag er ný kynslóð fólks sem neitar að samþykkja þöggun og að þetta sé eðlilegur fórnakostnaður útihátíða, þar sem 9-12 þúsund ungmenni koma saman og nota sterkasta eiturlyfið á markaðinum,“ segir Bubbi.

„Flest eru ekki orðin fullorðin, þá er voðinn vís. Við samþykkjum ennþá svona orgíur sennilega ein fárra þjóða í heiminum ótölulaust að börn hópist saman til þess að drekka, dópa og ríða undir æðislegri tónlist. Í kösinni verða alltaf úlfar á sama aldri og eldri, því miður og þeir finna sína bráð.“

Sjáðu færslu Bubba hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram