Félag kvenna í atvinnulífinu hvetur konur til að klæðast svörtu 31. janúar

Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo byltingunni. Stjórn félagsins hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu þann dag. Með því vilja þær sýna samstöðu og krefjast breytinga í kjölfar MeToo byltingarinnar. Vísir.is greinir frá þessu.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA segir í samtali við Vísi að fyrirmyndin komi frá Golden Globe verðlaunahátíðinni en á þeirri hátið var meirihluti gesta svartklæddur.

„Það að konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla,“ segir Rakel í samtali við Vísi.is.

Auglýsing

læk

Instagram