Fyrrverandi eiginkona Robin Thicke fær nálgunarbann á söngvarann

Auglýsing

Paula Patton, fyrrverandi eiginkona Robin Thicke, segir að söngvarinn hafi beitt sig og ungan son þeirra ofbeldi. Patton hefur fengið tímabundið nálgunarbann á Thicke og nefnir að minnsta kosti eitt dæmi um að hann beitti hana ofbeldi á meðan þau voru gift.

Patton segir að Thicke hafi kýlt hana og hrint henni í jörðina á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2013. Þá segir hún að hann hafi margoft hótað henni ofbeldi, í einhver skipti fyrir framan son þeirra, Julian.

Samkvæmt fréttavefnum TMZ neitaði Patton að hleypa Thicke inn þegar hann ætlaði að heimsækja son þeirra á dögunum. Hún segir að hann hafi reynt að brjóta niður hurðina en hann neitar því.

Patton og Thicke hafa tekist á um forræði yfir syni þeirra fyrir rétti. Þar hefur hún sakað hann um að beita son þeirra ofbeldi en hann viðurkennir að hafa rasskellt hann og það sé lögleg uppeldisaðferð. Þá segir hún að Thicke glími við eiturlyfjafíkn en hann viðurkenndi það fyrir þremur árum þegar tekist var á um höfundarétt á laginu Blurred Lines.

Auglýsing

Thicke hefur svarað ásökunum Patton með því að saka hana um að beita sig andlegu ofbeldi með því að hindra að hann fái að hitta son þeirra. Thicke verður að halda sig frá Patton og syni þeirra á meðan nálgunarbannið er í gildi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram