Hafnfirskir unglingar púa á ögrandi Reykjavíkurdætur

Púað var á Reykjavíkurdætur sem svöruðu í sömu mynt á grunnskólahátíð í Hafnarfirði fyrr í febrúar. Hljómsveitin misbauð bæði starfsfólki og áhorfendum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sædísar Finnbogadóttur, starfsmanns félagsmiðstöðvar í grunnskóla í Hafnarfirði á Bleikt.is.

Sjá einnig: Nýtt myndband frá Reykjavíkurdætrum

Sædís segir Reykjavíkurdætur hafa stigið á svið þegar Friðrik Dór, Jón Jónsson og fleiri höfðu komið fram. „Þegar kom að því að Reykjavíkurdætur stigu á svið þá púuðu unglingar á þær og einhverjir áhorfendur sýndu þeim puttann,“ segir hún.

Í stað þess að hunsa þessa hegðun þá brugðast þær við með því að svara í sömu mynt og uppskáru mikla óánægju. Framkoma þeirra á sviðinu var ekki við hæfi á unglingaskemmtun þar sem þær sýndu kynferðislega tilburði og misbuðu bæði starfsfólki og áhorfendum.

Sædís vill með greininni vekja athygli á því að þegar skemmtiatriði fyrir unglingaskemmtanir eru valin þurfi að hafa í huga að það sé við hæfi unglinga.

„Og stuðli ekki að kynferðislegu athæfi eða drykkju. Foreldrar unglinga treysta því að félagsmiðstöðvarnar velji skemmtiatriði við hæfi barna og unglinga að valið sé af fagmennsku og ekki séu valin atriði sem stuðlað geti að slæmri hegðun,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram