Hafþór Júlíus ætlar að kæra vegna ásakana um ofbeldi en óvíst er hvern hann kærir

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson hyggst leggja fram kærur vegna ásakana um heimilisofbeldi. Hvern hann ætlar að kæra liggur ekki fyrir. Þetta kemur fram á Vísi.

Thelma Björk Steimann, barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs, ber hann þungum sökum í viðtali í Fréttablaðinu um helgina og lýsir ítrekuðu ofbeldi á meðan þau voru saman. Áður hafði Fréttablaðið greint frá því að Hafþór hafi verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við aðra fyrrverandi kærustu.

Kjartan Ragnars, lögmaður Hafþórs, segir á Vísi að það verði örugglega lagðar fram kærur. „En, hvernig að því verður staðið, það er í vinnslu. Rykið er ekki sest ennþá,“ segir hann.

Hafþór hafnar þessum ásökunum í færslu á Facebook-síðu sinni og segist ekki kannast við að hafa beitt kærustur sínu ofbeldi.

Auglýsing

læk

Instagram