Ísland verður í fyrri undankeppni Eurovision, reynt að koma í veg fyrir nágrannakosningu

Ísland verður í seinni hluta fyrri undankeppni Eurovision í ár og stígur flytjandi framlagsins á svið í Kænugarði í Úkraínu 9. maí. Dregið var í undankeppnirnar í morgun.

Seinni undankeppnin fer fram 11. maí og úrslitakvöldið verður síðan 13. maí.

Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2017 þar sem framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið.

Sjá einnig: Júlí Heiðar og Erla Bolladóttir á meðal höfunda í Söngvakeppninni í ár, sjáðu hverjir taka þátt 

Á Facebook-síðu FÁSES, Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að til þess að reyna að draga sem mest úr nágrannakosningu hafi fyrirtækið Digame verið fengið til að reikna út tölfræði sem notuð var til að raða öllum þátttökulöndunum í sex flokka.

Dregið var úr flokkunum, hverjum á eftir öðrum, og röðuðust þeir þannig í fyrri eða seinni hluta hvorrar undankeppninnar.

Fyrri undankeppnin

Svartfjallaland
Finnland
Georgía
Portúgal
Belgía
Svíþjóð
Albanía
Aserbaídjan
Ástralía
Kýpur
Slóvenía
Armenía
Moldóva
Tékkland
Lettland
Ísland
Grikkland
Pólland

Auglýsing

læk

Instagram