Jóhann Jóhannsson tístir á íslensku frá Óskarsverðlaununum

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything eftir James March. Myndin fjallar um ævi vísindamannsins Stephen Hawking og leikararnir Eddie Redmayne og Felicity Jones fara með aðalhlutverkin.

Sjá einnig: Sex hluti sem þú vissir ekki endilega um Jóhann Jóhannsson

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 22. febrúar. Hér má sjá lista yfir tilnefningar.

Óskarsakademían birtir nú reglulega myndir fólki sem er tilnefnt í ár ásamt skilaboðum á spjaldi. Á sinni mynd lýsir Jóhann Jóhannsson yfir að hann ætli að tísta á íslensku frá hátíðinni. Hér er Jóhann á Twitter.

Gott mál. Við fáum skilaboð frá innherjanum.

Auglýsing

læk

Instagram