Jökull úr Kaleo í samstarfi við World Wildlife Fund

Umhverfis- og dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund, WWF, tilkynntu nýlega samstarf sitt við Jökul Júlíusson söngvara og tónlistarmann úr hljómsveitinni Kaleo. Samstarfið felst í myndbandsseríu þar sem lag hljómsveitarinnar „I Can’t Go on Without You“ er spilað undir í þremur myndböndum frá samtökunum.

Tilgangur myndbandsseríunnar er að auka vitund áhorfenda og stuðning þeirra við náttúrvernd og aðgerðir WWF til að vernda villt dýralíf og villta náttúru.

„Ég er stoltur að vinna með WWF því þetta málefni er mér kært. Ég ólst upp á Íslandi, einu stærsta ósnortna svæði í Evrópu, og trúi á að vernda náttúruna og fegurð hennar. Náttúruvernd er mikilvægur þáttur í verndun plánetunar og á skilið alþjóðlegan stuðning,“ sagði Jökull í samtali við WWF um samstarfið.

Í viðtalinu kemur einnig fram að uppáhalds dýr Jökuls sé ísbjörninn en þeir eru alfriðaðir hér á landi og njóta meðal annars verndunar af löggjöfum um dýr í útrýmingahættu í Bandaríkjunum en núverandi stjórn þar í landi reynir nú hvað hún getur að grafa undan þeirri löggjöf.

Tvö myndbönd úr seríunni eru komin út og þau má horfa á hér að neðan

https://www.youtube.com/watch?time_continue=60&v=QYHcnNEwHKw

https://www.youtube.com/watch?time_continue=51&v=2MtuLelHbfA

 

Auglýsing

læk

Instagram