Júlían setti nýtt heimsmet í réttstöðulyftu

Júlían J.K Jóhannsson endaði í fjórða sæti í samanlögð  á Heimsmeistarmótinu í kraftlyftingum sem fór fram í síðustu viku. Júlían hóf keppni á því að lyfta 410kg í hnébeygju, sem að skilaði honum fimmta sæti í lyftunni. Í bekkpressu tók Júlían sjötta sætið með 300kg lyftu, en mistókst í tvígang að lyfta 310kg.

Sjá einnig: Sjáðu hina sextán ára gömlu Sóleyju setja Evrópumet og lyfta 232,5 kg í hnébeygju

Þegar komið var að réttstöðulyftu hóf Júlían keppni á auðveldri 360kg lyftu, en önnur lyfta uppá 398kg skilaði honum nýju heimsmeti í opnum flokki. Í loka lyftu sinni bætti Júlían svo sitt glænýja heimsmet um 7kg með því að lyfta 405kg, lyftan skilaði honum einnig sigri í réttstöðulyftu.

Íslendingar áttu góðum árangri að fagna á Heimsmeistaramótinu en Sóley Margrét Jónsdóttir endaði í fimmta sæti í samanlögðu með 565kg, sem er norðurlandamet u18. Viktor Samúelsson keppti einnig í gær og lyfti 995kg í samanlögðu, sem að skilaði honum áttunda sæti.

Sjáðu heimsmetslyftuna hér að neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram