Kanadískur gagnrýnandi þvílíkt ánægður með Vonarstræti

Kvik­mynd­in Von­ar­stræti var frum­sýnd á kvik­mynda­hátíðinni TIFF í Toronto á föstudagskvöld. Myndin fékk góðar viðtökur en fullt var út úr dyr­um í saln­um þar sem mynd­in var sýnd og mik­il stemn­ing í hús­inu.

Vonarstræti, eða Life in a Fishbowl á ensku, fékk frábæra dóma hérlendis og virðist einnig ætla að heilla gagnrýnendur erlendis ef marka má dóm kanadíska gagnrýnandans Greg Klymkiw. Klymkiw fer afar fögrum orðum um myndina og gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum:

„Gæði Vonarstrætis eru ekki skammvinn. Myndin er alþjóðleg. Hún er það sem gerir það þess virði að horfa á kvikmyndir,“ segir í lokaorðum dómsins sem er virkilega jákvæður.

Klymkiw þessi er mikill reynslubolti, með 35 ár í bransanum á bakinu og leyfir sér meðal annars að gagnrýna annan gagnrýnanda sem var ekki alveg eins jákvæður og hann gagnvart Vonarstræti.

Smelltu hér til að lesa dóminn um Vonarstræti.

Auglýsing

læk

Instagram