Konur segja frá áreitni á vinnustað undir myllumerkinu #vinnufriður: „Ég var 14 ára“

Félagið Ungar athafnakonur hefur blásið til samstöðufundar um rétt fólks til að fá að sinna starfi sínu í friði. Biðlað er til stjórnvalda og leiðtoga í atvinnulífinu að skilgreina hvaða afleiðingar og eftirfylgni áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Fólk er hvatt til þess að nota Twitter til þess að deila reynslu sinni og/eða hugsjónum varðandi þetta málefni undir #vinnufriður.

„Byltingar á borð við #metoo hafa rutt veginn fyrir breytingar í samfélaginu en það er ekki nóg að viðurkenna vandann og segjast fordæma áreitni. Við viljum að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar og eftirfylgni áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur,“ segir í lýsingu á viðburðinum.

Klara Óðinsdóttir, lögfræðingur, Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs HÍ og Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar koma fram á viðburðinum sem er opinn öllum þeim sem hafa áhuga.

Hér má sjá brot úr umræðunni á Twitter

Auglýsing

læk

Instagram