Kristjón misþyrmdi hrottalega manni sem nauðgaði honum: „Dáist að öllum sem þora að leita réttar síns“

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, gekk í skrokk á manni sem nauðgaði honum þegar hann var 16 ára gamall. Hann segir frá þessu í pistli á Pressunni. Hann segist dást af öllum sem þora að leita réttar síns í stað þess að beita ofbeldi.

Róbert Árni Hreiðarsson, eða Robert Downey eins og hann kallar sig í dag,  hefur fengið uppreist æru og lögmannsréttindi sín aftur. Róbert var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir barnaníð og vörslu barnakláms árið 2007. Kristjón segist hafa talað við tvær stúlkur sem Róbert braut gegn og að eftir samtölin hafi hann verið reiður en svo sorgmæddur.

„Ég er sorgmæddur fyrir hönd samfélagsins, fyrir hönd kvenna, karla og allra þeirra sem hefur verið nauðgað,“ segir hann í pistlinum.

Ég varð sjálfur fyrir grófu kynferðisofbeldi sem unglingur. Ég var dauðadrukkinn. Ég sagði engum frá. Ég kærði ekki. Ég skammaðist mín. Réttarkerfið færði mér ekki lokun á mitt mál.

Kristjón segist í pistlinum varða hafa sé út um augun af trylltri heift, niðurlægingu, reiði, sorg og sektarkennd eftir að víman var runnin af honum. „Í ofsareiði misþyrmdi ég níðingnum mínum hrottalega,“ skrifar hann.

„Okkur er kennt og sagt að svoleiðis geri maður ekki. Við eigum að fara að lögum. Við eigum ekki að taka lögin í eigin hendur. Ég tek undir það. En ég bjó ekki yfir sama hugrekki og konurnar sem kærðu Róbert. Skömm og sjálfsásaknir komu í veg fyrir það. Þess vegna dáist ég að öllum sem þora að leita réttar síns í stað þess að beita ofbeldi.“

Kristjón velti fyrir sér hvort hann eigi að fyrirgefa manninum, líkt og stúlkurnar sem Róbert níddíst á hafa verið hvattar til að gera. „Á ég að fyrirgefa manninum sem í stað þess að hjálpa mér 16 ára gömlum þegar ég var ósjálfbjarga, tók niðrum mig gallabuxurnar og nærbuxurnar og stundi í eyrað á mér á meðan hann nauðgaði mér?“ spyr hann.

„Nei, hann má fokka sér. Ég þarf ekki að fyrirgefa honum til að líða betur og komast yfir fortíðina. Ég á ástvini og hef aðgang að sálfræðingum. Hver finnur sína leið. Ég stend uppréttur og segi frá. Ég lifði af og mér finnst það skylda mín fyrst ég stend hér uppréttur, að segja að það sé hægt að eiga bærilegt líf þrátt fyrir þetta skelfilega ofbeldi. Ég ætla að standa með þessum stelpum og skila skömminni. Ég veit núna að það kostar ótrúlegt átak að leita réttar síns. Að setja þessi orð á blað hefur tekið vikur.“

Smelltu hér til að lesa pistil Kristjóns.

Auglýsing

læk

Instagram