Leyndardómsfullur Stefán Karl boðar ný verkefni: „Hef ekki yfirgefið sviðið enn og ætla mér stóra hluti“

Auglýsing

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson boðar spennandi og krefjandi verkefni í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Hann segist lítið geta sagt um verkefnin í augnablikinu en boðar fréttatilkynningu mjög fljótlega.

Stefán Karl fór hringinn í kringum landið ásamt fjölskyldu sinni á dögunum. Hann segir ferðasöguna á Facebook en þau lentu í ýmsum ævintýrum. „Öll þessi ferð var bæði skemmtileg og hafði ekki síður mikinn lækningarmátt,“ segir Stefán en hann hefur barist við krabbamein undanfarna mánuði.

Við hittum svo mikið af frábæru fólki og lífið úti á landi á Íslandi er allt annað en hér í bænum, maður sér svo vel hvað við erum stundum að fara á mis við hér í hávaðanum og látunum í bænum.

Hann segir að Íslendingar séu fallegt fólk bæði að innan sem utan. „Allstaðar sem við komum var okkur tekið opnum örmum, fólk spurði hvernig ég hefði það og mér leið eins og ég væri umkringdur einni stórri fjölskyldu,“ segir Stefán.

„Ég hvet ykkur hiklaust til þess að ferðast hér heima og taka hinn eina sanna hring með Vestfjörðum og Vestmannaeyjum líka, sjá landið og kynna börnin okkar fyrir því sem landið hefur upp á að bjóða.“

Auglýsing

Í lok færslunnar segir hann alvöru lífsins taka við og boðar ný verkefni – spennandi og krefjandi. „Í augnablikinu get ég ekkert sagt – en fréttatilkynningu er að vænta mjög fljótlega því ég hef ekki yfirgefið sviðið enn og ætla mér enn á ný stóra hluti – við látum ekki smámuni taka okkur úr jafnvægi.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram