Manuela Ósk flutti með börnin úr landi án samþykkis feðra þeirra

Manuela Ósk Harðardóttir braut gegn Haagsamningnum þegar hún flutti með börn sín tvö til Bandaríkjanna frá Íslandi síðasta haust. Hún er með sameiginlegt forræði yfir börnunum með barnsfeðrum sínum sem hafa nú sótt börnin til Los Angeles. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Manuela Ósk lokar Snapchat eftir umræðu um hana í „viðbjóðslega“ hópnum Vonda systir

Manuela flutti í lok september í fyrra en í október kom í ljós að hún hafði farið úr landi án þess að fá til þess leyfi frá feðrum barnanna. Málið hefur verið á borði barnaverndar, innanríkisráðuneytisins og lögreglu síðustu átta mánuði.

Loks voru foreldrarnir boðaðir fyrir dómstól í Los Angeles og flugu feðurnir tveir út til að vera viðstaddir. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að um ólöglegt brottnám hefði verið að ræða. Feðurnir fengu vegabréf barnanna afhent og fóru til Íslands með börnin. Manuela og móðir hennar fóru heim til landsins með sama flugi og lentu þau á Íslandi í gær, segir í frétt Vísis. 

Auglýsing

læk

Instagram