Mið-Ísland leitar að afleysingu fyrir Berg Ebba

Uppistandshópurinn Mið-Ísland snýr aftur með nýja sýningu í vetur. Ari Eldjárn, Björn Bragi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Bergur Ebbi skipa hópinn sem hefur sem hefur grínað með góðum árangri í Þjóðleikhúskjallaranum síðustu ár. Síðasta sýning, Áfram Mið-Ísland, var til að mynda frumsýnd í janúar og gekk óslitið fyrir fullum sal fram á vor.

En nú glímir Mið-Ísland við krísu þar sem Bergur Ebbi, einn af stofnmeðlimum hópsins, er fluttur til Kanada í nám. Það eru því góð ráð dýr fyrir grínistana sem leita að fyndnum afleysingarmanni.

Nokkrir grínistar hafa stigið á svið með Mið-Íslandi við ýmis tilefni, svo sem Anna Svava, Þorsteinn Guðmundsson og Jón Gnarr. Það verður spennandi að sjá hvernig Mið-Ísland leysir vandann.

Auglýsing

læk

Instagram