Myndir úr ástarhreiðri Beyoncé og Jay-Z í Úthlíð

Auglýsing

Uppfært k. 18.57: Myndirnar hafa verið teknar út eftir beiðni frá ljósmyndara.

Tvær myndir má finna á vef The Trophy Lodge.

Hjónin Beyoncé Knowles og Jay-Z eru stödd hér á landi og dvelja samkvæmt heimildum Nútímans í lúxusbústaðnum The Trophy Lodge í Úthlíð í Biskupstungum. Nútíminn greindi fyrstur fjölmiðla frá fyrirhugaðri komu þeirra hjóna á laugardag en þau lentu á mánudagskvöld. Þau yfirgefa landið á laugardag.

Auglýsing

Jay-Z verður 45 ára á morgun og eftir því sem Nútíminn kemst næst verður afmælisveislan haldin í bústaðnum. Myndir af bústaðnum má sjá neðst í fréttinni.

Vísir greindi frá því í gær að svartri þyrlu hafi verið lagt fyrir utan lúxusbústaðinn í Úthlíð. Þá var ljósmyndara Vísis meinaður aðgangur að svæðinu af öryggisvörðum en fjöldi öryggisvarða var á svæðinu. Þetta rímar við frétt Nútímans frá því í gær en þar kom fram að þyrlur hafi verið leigðar fyrir hjónin og gesti þeirra, sem eru væntanlegir, samkvæmt heimildum Nútímans.

Meira um The Trophy Lodge.

Heimildir Nútímans herma að íslenskir öryggisverðir gæti Beyoncé og Jay-Z ásamt lífvörðum sem komu með hjónunum til landsins. Sömu heimildir herma að aðstoðarmaður á vegum hjónanna hafi skoðað aðstæður í Úthlíð áður en hjónin komu til landsins. Á meðal reglna sem hann setti var að heiti potturinn á veröndinni yrði ekki notaður, þar sem hann þótti of berskjaldaður gagnvart ágangi ljósmyndara.

Litlar upplýsingar er að finna um The Trophy Lodge opinberlega. Á vefsíðunni er aðeins að finna tvær myndir, skilaboð um að vefurinn opni fljótlega og að staðurinn sé „fit for a king“.

The Trophy Lodge er í eigu veitingamannsins Jóhannesar Stefánssonar, sem kenndur er við Múlakaffi. Í fyrstu var um að ræða sumarbústaðinn hans sem hann lánaði til vina og kunningja en samkvæmt heimildum Nútímans er The Trophy Lodge í dag aðalstaðurinn fyrir milljónamæringa sem vilja ekki vera innan um aðra ferðamenn.

Ekki er hægt að leigja The Trophy Lodge nema í heilu lagi og eftir því sem Nútíminn kemst næst hefur staðurinn verið vinsæll hjá ríkum rússum og öðrum auðmönnum undanfarið.

Höfuð alls konar dýra hanga á veggjunum innanhúss, vínkjallari er á staðnum og íslenskir skemmtikraftar hafa komið þar fram í einkaveislum. Ný álma með lúxusherbergjum opnaði í vor en staðurinn getur tekið á móti allt að 20 manns í gistingu, samkvæmt heimildum Nútímans.

Veistu meira? Láttu okkur vita.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Rjómalöguð rækjusúpa

Tandoori kjúklingaleggir

Instagram