NBA-leikmaðurinn og sælkerinn DeAndre Jordan búinn að borða í Ostabúðinni og á Mandí

Körfuboltamaðurinn DeAndre Jordan, miðherji NBA-liðsins Los Angeles Clippers, er staddur hér á landi. Hann virðist hafa komið beint til landsins eftir að hann átti frábæran leik gegn Boston Celtics aðfaranótt fimmtudags. Jordan og félagar sigruðu leikinn og hann skoraði 30 stig og reif niður 13 fráköst.

DeAndre Jordan hefur vakið mikla athygli á meðal körfuboltaunnenda hér á landi. Vefmiðillinn Karfan.is birti frétt um kauða á fimmtudag þar sem kom fram að Jordan hafi borðað hádegismat í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Augljóslega smekkmaður.

Stjörnuleikurinn í NBA fer fram í nótt en DeAndre Jordan hefur einu sinni tekið þátt í honum. Það var í fyrra en hann var ekki valinn í ár. Hann undirstrikaði svo enn frekar smekkmennsku sína og kom við á Mandí um helgina og veitingastaðurinn birti þessa mynd í gær.

Posted by Mandi Reykjavik on Föstudagur, 16. febrúar 2018

Hann skellti sér líka í Bláa lónið ásamt félögum sínum og birti þessa mynd af því tilefni

DeAndre Jordan finnst ekki leiðinlegt að troða og átti eflaust troðslu ársins í NBA-deildinni árið 2013. Eða, ætlar einhver að toppa þetta?

40 bestu troðslur DeAndre Jordan er að finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram