Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla leggur til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði

Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Nefndin gerir tillögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla, meðal annars að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar.

Í tilkynningunni kemur fram að mennta- og menningarmálaráðherra fagni tillögum og greinargerð nefndarinnar og telji þær mjög gagnlegar við frekari undirbúning aðgerða af hálfu stjórnvalda til að styrkja rekstrargrundvöll frjálsra fjölmiðla á Íslandi. Eins og áður segir gerir nefndin tillögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. Þær eru eftirfarandi:

  • Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni
  • Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði
  • Virðisaukaskattur á sölu og áskriftum á rafrænu formi og af hljóð- og myndefni eftir pöntun verði 11%
  • Áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar
  • Endurgreiðsla á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar
  • Undanþáguheimildir frá textun og talsetningu
  • Gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að setja strax af stað frekari stefnumótun innan ráðuneytisins um stöðu fjölmiðlunar hér á landi, þar sem áhrifin verða metin af fyrirhuguðum aðgerðum. 

Auglýsing

læk

Instagram