Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins. Aron Einar Gunnarsson í öðru sæti og Gylfi Þór Sigurðsson var í því þriðja. Valið var í beinni útsendingu á RÚV en það eru samtök íþróttafréttamanna sem sjá um valið.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var lið ársins og Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, var valinn þjálfari ársins.

Tíu efstu í kjörinu

  • Aníta Hinriksdóttir, frjálsar íþróttir
  • Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
  • Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
  • Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
  • Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
  • Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
  • Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
  • Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
  • Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
  • Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins

  • A-landslið karla í fótbolta
  • karlalið Vals í handbolta
  • kvennalið Þórs/KA í fótbolta

Þjálfarar ársins

  • Elísabet Gunnarsdóttir fótbolta
  • Heimir Hallgrímsson fótbolta
  • Þórir Hergeirsson handbolta
Auglýsing

læk

Instagram