Opna skemmtistað í miðborg Reykjavíkur þar sem þú getur drukkið eins og þú vilt fyrir 5000 krónur

Auglýsing

Athafnarmennirnir Unnar Helgi Daníelsson og Bjarni Baldursson opna um helgina skemmtistaðinn The Secret Cellar. Fyrirkomulagið á staðnum er nýjung á Íslandi en þar greiða gestir 5000 krónur fyrir armband sem gerir þeim kleift að drekka eins mikið af bjór og völdum drykkjum og þeir vilja. Vísir.is greinir frá.
The Secret Cellar er við Lækjargötu 6 í miðborg Reykjavíkur. Fyrir miðnætti verður grínklúbbur í kjallaranum en staðnum verður breytt eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum.
Unnar Helgi segir í samtali við Nútímann að það gleðji hann að vera ekki bara að hugsa um að græða peninga. „Okkur fannst þetta skemmtileg útfærsla, ég man eftir svona stað í Kaupmannahöfn og ég hugsa að þetta sé pottþétt eitthvað sem fólk vill nýta sér. Háskóla fólk hér á landi á ekkert endilega endalaust af aur og ég hugsa að þetta er eflaust sniðugt fyrir þá sem vilja skemmta sér á budgeti.”
Unnar rekur einnig staðinn Icelandic Street Food þar sem fólk getur borðað eins mikið og það getur í sig látið.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram