Pistorious dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Hlauparinn Oscar Pistorious var rétt í þessu sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi. Ekki er búið að tilkynna hver refsingin verður en BBC telur að hann verðir dæmdur í fangelsi í sjö til tíu ár. Hamarksrefsingin fyrir glæp af þessu tagi er 15 ár.

Dómarinn í málinu, Thokzile Masipa, kvað upp dóminn rétt í þessu. Oscar Pistorious skaut fyrirsætuna Reevu Steenkamp, kærustuna sína, til bana í gegnum læsta baðherbergishurð 14. febrúar í fyrra. Hann hefur frá upphafi sagt að hann hafi talið sig vera að skjóta innbrotsþjóf.

Saksóknari í málinu segir hins vegar að hann hafi skotið hana að yfirlögðu ráði í reiðiskasti. Rétt­ar­höld­in yfir Pistorius stóðu yfir í sex mánuði en þeim lauk í ágúst.

Auglýsing

læk

Instagram