Rúmlega ein milljón manna mótmæla nýjustu uppfærslu Snapchat

Rúmlega ein milljón manna hafa skrifað undir áskorun til eigenda samskiptaforritsins Snapchat um að draga til baka nýjustu uppfærslu forritsins. Breytingin sem er nokkuð veigamikil hefur valdið töluverðu fjaðrafoki um heim allan. BBC greinir frá þessu.

Sjá einnig: Áhrifavaldar með skiptar skoðanir á nýrri uppfærslu Snapchat: „Snappið verður ekki jafn persónulegt“

Tilkynnt var um uppfærsluna í nóvember eftir að notendum fór fækkandi og tekjurnar fóru að minnka. Breytingarnar fela meðal annars í sér að svokallaðir áhrifavaldar eru aðskildir frá fólki sem notendur eiga í daglegum samskiptum við. 

Twitter-reikningur Snapchat hefur hreinlega logað frá því að uppfærslan var tilkynnt og margir hafa hótað því að segja skilið við miðilinn. Þeir sem vilja setja nafn sitt við mótmælin geta fundið undirskriftalistann hér. 

Auglýsing

læk

Instagram