Rúrik tjáir sig um alla athyglina: „Erfitt að tala um þetta án þess að virðast hrokafullur”

Rúrik Gíslason öðlaðist heimsfrægð eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands gegn Argentínu á HM. Vinsældir Rúriks hafa ekki farið fram hjá neinum en hann er kominn með yfir milljón fylgjendur á Instagram síðu sinni. Rúrik var í viðtali við sænska fjölmiðilinn Expressen  í gær þar sem hann talaði  um vinsældirnar.

Rúrik segir að þegar hann hafi komið inn í klefa eftir Argentínu leikinn og kíkt á símann sinn hafi honum brugðið.

Sjá einnig: Rúrik vinsæll í Argentínu: „Hvernig er hægt að vera svona sætur?”

„Ég vissi ekkert hvað var að gerast, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. En það er frábært að fá svona marga fylgjendur. Ég hef fengið mörg tilboð frá fyrirtækjum. Mér hefur verið boðið í ferðalög og að kynna ýmsa hluti. Það er of snemmt að tala um það af alvöru núna,” segir Rúrik.

Hann segir þó að þessi athygli hafi ekki breytt honum. „Þetta mun ekki breyta neinu, ég hef alltaf haft áhuga á fötum og tísku og mér finnst gaman að setja myndir á Instagram.”

Það er nánast ómögulegt að tala um þetta allt án þess að virðast hrokafullur en ég er ekki þannig, ég er enn sami einstaklingur.

Sjá einnig: Hannes og Alfreð töluðu um Instagram fylgjendur Rúriks á blaðamannafundi í morgun: „Honum leiðist þetta ekkert”

Rúrik er spurður að því hvernig honum líði með það að hafa unnið titilinn „Myndarlegasti maður HM”, hann segir að það sé bara fínt ef fólk vill kalla hann það en hann taki því þó ekki alvarlega.

„Eins og ég segi þá breytir þetta voða litlu.”

Rúrik var einnig spurður út í árangur íslenska landsliðsins en hann segir að það hafi verið gott að finna fyrir stuðningi íslensku þjóðarinnar.

„Hvert sem við fórum var fólk að hrósa okkur og segjast vera stolt. Manni líður vel með það. Við erum lítið land og það er ekki sama pressa á okkur og stóru þjóðunum. Við finnum fyrir stuðningi þjóðarinnar þrátt fyrir að við höfum ekki komist upp úr riðlinum. Við erum stoltir af því að hafa komist alla leið á HM.”

Sjá einnig: Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram

Auglýsing

læk

Instagram